Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól.

Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins.

Ef þú hefur vöru á þínum snærum sem þú telur að gæti verið í sniðug í jólapakkann og vilt koma á framfæri þá máttu gjarnan senda upplýsingar um vöruna, m.a. mynd og kostnað á skagafjordur@skagafjordur.is fyrir 30. ágúst 2020.  Við munum þurfa ríflega 400 stykki sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2020. 

Nánari upplýsingar veita: 

Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri: 455 6065, hrefnag@skagafjordur.is 

Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri: 455 6170, sigfusolafur@skagafjordur.is 

Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri: 455 6017, heba@skagafjordur.is