Það verður Diskóstuð í Gestaherberginu í dag svo það er um að gera að stilla á FM Trölla kl. 17:00 í dag og hækka vel í græjunum.

Í dag verður talað við Natan Dag Benediktsson þátttakanda í The Voice í Noregi en honum hefur gengið vel og er kominn langt í keppninni.

Að öðru leyti verður þátturinn með hefðbundnu móti – sem er óskipulagt mjög. Spjall, óskalög, fréttir og tekið verður líka á móti símtölum en símanúmerið finnið þið á síðu Gestaherbergisins facebook.

Gestaherbergið er alla þriðjudaga á milli kl. 17 – 19 (að íslenskum tíma) á FM Trölla 103,7 og á www.trolli.is svo það er hægt að hlusta hvar sem er… reyndar líka hvenær sem er því allir eldri þættir Trölla eru inni á síðunni.

Helga og Palli eru þáttastjórnendur Gestaherbergisins og er þátturinn sendur út beint frá Stúdíó 3 í Noregi.