Fimmtudaginn 16. mars er konum boðið í konuboð SÁÁ sem haldið verður í Von, Efstaleiti 7 í Reykjavík.

Konuboðið er vettvangur fyrir konur til að koma saman, spjalla, fræðast og styrkja tengslanetin.

Góðir gestir flytja skemmtileg ávörp, Emmsé Gauti tekur nokkur lög og Icepharma verður með kynningar á heilsuvörum.

Kynnir kvöldsins er Atli Þór Albertsson.

Boðið verður upp á léttar veitingar og flottan áfengislausan bar.