Um helgina er enn eitt námskeiðið hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í samstarfi við Sigló Hótel og einnig námskeið fyrir ferðaskrifstofuna Mundo.

Alls eru hjá okkur rúmlega 70 manns að læra á gönguskíði.

Sem betur fer er enn snjór á golfvellinum og Skeggjabrekkudal en þar fer námskeiðið fram um helgina eins og síðustu helgi. Fólk virðist afskaplega ánægt með námskeiðin og kemur hingað til okkar ár eftir ár sumir hverjir.

Þjálfararnir samanstanda af frábæru fólki frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og Skíðafélagi Siglufjarðar Sigurborg.

Á forsíðumynd má sjá þjálfara helgarinnar, þau Arnar, Jón Garðar, Söndru, Elsu Guðrúnu, Björk, Helga Már og Svövu (fremst).

Heimild og mynd/Skíðafélag Ólafsfjarðar