Edamame baunir með dippsósu

  • 1/2 msk maldonsalt
  • 1 poki frosnar edamame baunir
  • klakavatn
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk hrísgrjónaedik
  • 1/2 tsk sesamolía
  • 1 tsk hunang
  • 1 hvítlauksrif, fínhakkað
  • 1 msk vorlaukur, hakkaður (ég sleppti vorlauknum því ég gleymdi að kaupa hann!)

Setjið saltið á litla þurra pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið þar til það hefur fengið smá lit (tekur um 6-7 mínútur). Fylgist með saltinu og hristið pönnunna annað slagið. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Hitið vatn að suðu og setjið edamame baunirnar í pottinn. Látið sjóða í 4 mínútur (ekki láta þær sjóða of lengi því þær eiga ekki að verða mjúkar). Takið baunirnar úr pottinum og setjið í skál með klakavatni í, til að koma í veg fyrir að þær haldi áfram að eldast. Þurrkið baunirnar og blandið þeim saman við saltið.

Útbúið sósuna með því að hræra saman sojasósu, hrísgrjónaediki, sesam olíu, hunangi, hvítlauki og vorlauki.

Berið baunirnar fram með sósunni í sér skál.



Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit