16. október hóf N4 sýningu á þættinum Þegar þar sem María Björk Ingvarsdóttir átti einlægt viðtal við Sirrý Laxdal Jóhannesdóttur. Í viðtalinu segir Sirrý frá því á opinn og einlægan hátt hvernig það er að vera móðir Þóru sem er langt leiddur fíkill og hefur átt við fíknivanda að stríða frá unglingsárunum.

Hefur þessi sjúkdómur sett mark sitt á alla fjölskylduna og er aðdáunarvert hvernig Sirrý tjáir sig um þennan alvarlega fjölskyldusjúkdóm.

Þess má geta að Þóra mætti í meðferð á Vogi á tilsettum tíma og dvelur þar núna.

 

Skjáskot: úr þættinum