Evrópumót Smáþjóða í blaki U18 ára fór fram í Dublin á Írlandi, hófst 12. janúar og lauk í gær með afar eftirminnilegum árangri fyrir íslenskt blak. Mótið var jafnframt undankeppni Evrópumótsins 2026 á vegum CEV og tók Ísland þátt með lið bæði í kvenna- og karlaflokki.
Nú liggja úrslitin fyrir og er ljóst að bæði íslensku U18 landsliðin tryggðu sér gullverðlaun á mótinu og þar með keppnisrétt á lokamóti Evrópumótsins í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandi Íslands, sem lýsir árangrinum sem stórum áfanga fyrir yngri landslið Íslands í blaki.
Fjallabyggð átti sinn fulltrúa í karlaliði Íslands, en Eiríkur Hrafn Baldvinsson, leikmaður Blakfélags Fjallabyggðar, var í hópi þeirra sem fögnuðu Evrópugullinu með landsliðinu. Árangurinn undirstrikar sterka stöðu íslensks blaks í þessum aldursflokki og þann góða grunn sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum.
Tengt efni:
Fjallabyggð á sinn mann í Dublin – Eiríkur Hrafn í hóp Íslands
Myndir: Blaksamband Íslands
