Trölli.is ætlar af og til að birta gamlar fréttir af vefnum Siglo.is. Hér kemur gömul frétt frá því 19. ágúst 2011, Guðmundur Skarphéðinsson ritaði fréttina og lagði til myndir.
Nú eru hafnar framkvæmdir við niðurrif á síldar- og loðnubræðslu SR á Siglufirði. Núverandi eigendi, Síldarvinslan á Neskaupstað, ákvað að leggja þessa verksmiðju af, og hefur allur tækjabúnaður verið seldur til Spánar.
Verktaki að niðurrifi véla og búnaðar er Vélsmiðjan Héðinn h/f Reykjavík. Síðan eru undirverktakar í rafmagni og SRV vélaverkstæði á Siglufirði.
Þetta niðurrif stærstu fiskimjölsverksmiðju landsins, SR 46, og þeirrar síðustu á Siglufirði ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar á Íslandi. Það var í ágústmánuði árið 1911 að tvær nýjar verksmiðjur voru gangsettar með nokkurra dag millibili.
Það voru Bakkevigsverksmiðjan á Eyrinni, þar sem Primex er nú, og Evangersverksmiðjan á Staðarhólsbökkum austan fjarðar. Þess viðburðar er ætlunin að minnast sérstaklega að ári, en þá mun Síldarminjasafnið í samvinnu við félag fiskimjölsframleiðenda efna til málþings og standa fyrir farandsýningu um sögu bræðsluiðnaðarins í landinu.

Segir sorglegt að flottasta verksmiðja landsins sé rifin niður.

Hér eru undirverktakar frá Héðni að rúlla upp rafmagnsköplum

Þurrkari

Tækjabúnaður í þurkarahúsi

Þurrkari

Skilvinduhús

Hér má sjá eins og á öðrum myndum hvað vel hefur verið gengið um verksmiðjuna

Pressurnar

Töfluhús

Suðukörin

Rafvirki að störfum

Séð inn í töfluhús

Verið að aftengja búnað

Fyrstu kapalrúllurnar af mörgum kílómetrum sem þarf að ganga frá

Þurrkhús

Þurrkhús

Skilvinduhús