Heldur hefur bætt í vindaspána og er fólk beðið um að vera EKKI á ferðinni eftir hádegið í dag og fram á kvöld segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Búast má við rigningu og slydduéljum, sér í lagi þegar líða tekur á daginn. Hvassast verður á Ströndum, og Skagafirði. Ætla má að hviður fari allt upp í 40 m/s, en vindur verði að öðru leyti um 30 m/s
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir vegna slæmrar veðurspár í dag 7. nóvember 2024
Frá kl 8 – 12. GUL VIÐVÖRUN Sunnan stormur.
Sunnan 18-25 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum.
Frá kl 12 – 22. APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN Suðvestan stormur eða rok.
Sunnan og suðvestan 20-30 m/s, hvassast á Ströndum, og hviður staðbundið yfir 40 m/s. Ekkert ferðaveður. Nauðsynlegt er að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni