Nú er sá tími að aðstandendur þeirra sem hvíla í kirkjugörðum landsins hlú að leiðum ásvina sinna, snyrta þau og setja þá gjarnan niður ný sumarblóm, en ég átti leið um báða kirkjugarðana á Siglufirði um síðustu helgi einmitt í slíkum tilgangi.
Í nýrri garðinum gekk allt með miklum ágætum en í þeim eldri var ekki deigan dropa að hafa til vökvunar blómanna og voru allir sjáanlegir kranar athugaðir. Var þá fátt annað til ráða en að skreppa aftur í bæinn sækja vatn á flöskum.
Vonandi fáum við einhverja góða og heita sólardaga í sumar og þá væri gott að vera komin með rennandi vatn í garðinum svo að stjúpurnar og öll hin blómin skrælni ekki, en lítil prýði væri af slíku.
Texti: Leó Ólason
Myndir: Leó Ólason