Slökkvilið Fjallabyggðar fékk síðdegis í gær tilkynningu um eld í húsi við Eyrargötu á Siglufirði.

Boðað var út á hæsta forgangi þar sem ekki var ljóst um umfang eldsins í fyrstu.

Sökum hárréttra viðbragða þeirra sem voru á staðnum var búið að slökkva allan eld þegar slökkvilið kom á vettvang.

Verkefni slökkviliðsmanna fólst því í að tryggja að engar glæður leyndust á bakvið klæðingu utanhúss, en eldurinn kom þar upp.

Heimild og myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar