Fjöldi manns var samankominn við félagsheimiðið á Hvammstanga þegar eldurinn var tendraður við upphaf fimm daga hátíðíðarinnar Eldur í Húnaþingi. Er þetta í 16. sinn sem sem hátíðin er haldin.

Fjöldi manns var við opnunarhátíðina
Eins og segir á heimasíðu hátíðarinnar “Eldur er meira en bæjarhátíð. Eldur er stundin þar sem við segjum frá því hver við erum og það er síbreytilegt – á Eldi fögnum við fortíð okkar og fjárfestum í framtíð okkar í Húnaþingi vestra.
Þetta er stund þar sem við komum saman og einfaldlega fögnum því að vera til á sama tíma. Stund þar sem við njótum samvista við fjölskylduna, hittum gamla og nýja vini, hlustum á góða tónlist, fáum innblástur og njótum sumarsólarinnar. Eldur hefur verið haldin árlega frá því 2003 og er tilhlökkunarefni meðal bæði íbúa og gesta”

Fagnaðarfundur
Greta Clough, Listrænn stjórnandi Elds í Húnaþingi 2018 sagði í setningarræðu sinni að um 1600 klst. hafi farið í undirbúning Eldsins og starf sjálfboðaliða væri undirstaða hátíðarinnar, var þeim þakkað með kröftugu lófataki.
FM Trölli var með beina útsendingu frá opnunarhátíðinn og fréttaritari Trölla tók myndir af stemmingunni.
Trölli.is mun vera með frakari fréttir frá Eldi í Húnaþingi á næstu dögum. FM Trölli sendir út beint frá völdum viðburðum á hátíðinni.

Gunnar Smári Helgason sá um beina útsendingu á FM Trölla

Sigurvald Ívar Helgason bróðir Gunnars Smára sá um tæknimálin á svæðinu

Haganlega smíðað skilti fyrir Eldinn

Birgir Karlsson var mættur með myndavélina, auk hans eru þarna Birta Þórhallsdóttir, Ingibjörg Rebekka Helgadóttir, Dóra Eðvaldsdóttir og María Guðrún Theodórsdóttir

Greta Clough, Listrænn stjórnandi Elds í Húnaþingi 2018

Fylgst með

Vinir hittast

Gunnar Smári tekur viðtal við æskuvin sinn og frænda Eðvald Daníelsson

Félagsheimilið á Hvammstanga

Fyrir þremurum árum greindist Ólöf Loftsdóttir með parkinson. Eftir greininguna fór hún að sauma bútasaums teppi til að viðhalda fínhreyfingu í fingrum. Hún selur þessi fallegu teppi til styrktar Velferðarsjóði V-Hún.

Glatt á hjalla

Boðið var upp á ljúffenga súpu

Regnbogi yfir Ráðhúsinu

Börninn fengu að njóta sín

Fólk streymir að

Greta Clough

Súpan smakkast vel

Fjöldi listamanna komu að opnunarhátíðinni

Body Rhythm Factory heilluðu tónleikagesti, jafnt börn sem fullorðna

Danska tónlistartríóið Body Rhythm Factory kom með verðlaunaverk sitt til Hvammstanga nú í ár og buðu upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Þau unnu YAM verðlaunin fyrir bestu sýninguna, en þetta eru stærstu verðlaun heimsins sem veitt eru flytjendum tónlistar fyrir unga áhorfendur.

Body Rhythm Factory spiluðu á allskonar “öðruvísi” hljóðfæri

Verið að leika með vatn
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir