Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla allan rifinn ost í 200 g endurlokanlegum pokum með best fyrir 31. ágúst, 20. sept, 21. sept, 25. sept og 26. sept. Allar aðrar dagsetningar eru í lagi. Ástæða innköllunarinnar er galli í umbúðum sem veldur því að osturinn á það til að mygla.

Neytendum sem keypt hafa rifinn ost með ofangreindum dagsetningum er bent á að skila honum þangað sem hann var keyptur. Mjólkursamsalan biður neytendur velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Frétt: Veitingageirinn