Heimildarmyndin Engin önnur en ég er verður sýnd á RÚV í dag. Einlæg og opinská heimildarmynd um Ellen Kristjánsdóttur, tónlistarkonu, þar sem við kynnumst uppvexti hennar, fjölskyldu, lífi og list. Við fylgjum Ellen eftir þegar hún heimsækir bernskuslóðir sínar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og gerir upp fortíðina ásamt fjölskyldu sinni.
Titillag myndarinnar er flutt af Ellen. Lagið samdi hún sjálf ásamt Eyþóri Gunnarssyni og textann gerði Bragi Valdimar Skúlason.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Flytjandi:: Ellen Kristjánsdóttir
Heiti lags:: Engin önnur en ég er
Útgefandi:: Alda Music
Höfundur lags:: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson
Höfundur texta:: Bragi Valdimar Skúlason