Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir hefur sent frá sér lagið Þar sem jörðin hefur opnast, sem komið er í spilun á FM Trölla.
Lagið er samstarfsverkefni hennar og Eyþórs Inga Eyþórssonar, en Ellen samdi textann og þau unnu lagið saman.
Flytjendur og upptaka:
- Söngur: Ellen Kristjánsdóttir
- Öll hljóðfæri: Eyþór Ingi Eyþórsson
- Upptökur, hljóðblöndun og upptökustjórn: Eyþór Ingi Eyþórsson
Útgefandi: Alda Music
Ljóðrænn texti og hjartnæmur flutningur einkenna lagið, þar sem einfaldur en áhrifaríkur hljóðheimur styður við rödd Ellenar.