Í gærkvöldi var haldin uppskeruhátíð íþróttafólks í Fjallabyggð þegar val á Íþróttamanni ársins 2018 í Fjallabyggð fór fram.

FM Trölli var með beina útsendingu frá hátíðinni, og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á upptökuna.

Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF (Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar) og Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð. Á hátíðinni var fjölmargt íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu.

Mikill fjöldi var viðstaddur í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, ræður voru haldnar, Hrafnhildur Ingvarsdóttir spilaði á flautu og tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir spiluðu á gítara og sungu. Veglegar veitingar voru á boðstólnum í boði Fjallabyggðar.

Dregið var í happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði frá fyrirtækjum í Fjallabyggð.

Íþróttamaður ársins 2018,  Elsa Guðrún Jónsdóttir hlaut eignarbikar, farandbikar og 100 þúsund krónur.

Knattspyrnumaður ársins, Jakob Auðun Sindrason.

Kylfingur ársins, Sigurbjörn Þorgeirsson.

Blakmaður ársins, Anna María Björnsdóttir.

Boccia maður ársins, Anna Kristinsdóttir.

Kraftlyftingamaður ársins, Hilmar Símonarson.

Skíðamaður ársins, Elsa Guðrún Jónsdóttir

Knattspyrnukona ársins í hópnum ung og efnileg er Anna Brynja Agnarsdóttir, Knattspyrnumaður ársins í ung og efnileg var kosinn Hrannar Snær Magnússon, skotmaður ársins Rögnvaldur Jónsson, badmintonstúlka ung og efnileg Amalía Þórarinsdóttir, badmintonstrákur ungur og efnilegur Hörður Ingi Kristjánsson, knapi ársins ung og efnileg Marlis Jóna Karlsdóttir, knapi ársins ungur og efnilegur Hörður Ingi Kristjánsson, kylfingur ársins ung og efnileg Sara Sigurbjörnsdóttir, kylfingur ársins ungur og efnilegur Einar Ingi Óskarsson, blakmaður ársins í ung og efnileg Oddný Halla Haraldsdóttir, blakmaður ársins ungur og efnilegur Patrick Gabríel Bors, kraftlyftingamaður ársins ung og efnileg Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir, skíðamaður ársins ung og efnileg Amalía Þórarinsdóttir, skíðamaður ársins ungur og efnilegur Helgi Már Kjartansson.

Anna María Björnsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð.

Bjarni Mark Duffield fékk íþróttaviðurkenningu fyrir frábæran árangur í sinni íþróttagrein.

Ræðumenn voru þeir Guðmundur Skarphéðinsson forseti sem talaði fyrir hönd Kiwaisklúbbsins Skjadar, síðan steig Þórarinn Hannesson formaður UÍF í pontu og nefndi meðal annars að það er góður árangur að hafa 13 íþróttafélög í 2000 manna byggðarlagi. Íþróttamaður ársins 2017, Elsa Guðrún Jónsdóttir hélt einnig ræðu og leit yfir farinn veg sem ólympíufari og afreksmaður í skíðaíþróttinni.

 

Skíðamaður ársins ung og efnileg Amalía Þórarinsdóttir, skíðamaður ársins ungur og efnilegur Helgi Már Kjartansson og skíðamaður ársins Elsa Guðrún Jónsdóttir

 

Skíðamaður ársins ung og efnileg Amalía Þórarinsdóttir, skíðamaður ársins ungur og efnilegur Helgi Már Kjartansson

 

Kraftlyftingamaður ársins ung og efnileg Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir og kraftlyftingamaður ársins Hilmar Símonarson

 

Boccia maður ársins, Anna Kristinsdóttir

 

Blakmaður ársins Anna María Björnsdóttir, blakmaður ársins ungur og efnilegur Patrick Gabríel Bors, blakmaður ársins í ung og efnileg Oddný Halla Haraldsdóttir (vantar á mynd).

 

Kylfingur ársins ung og efnileg Sara Sigurbjörnsdóttir, kylfingur ársins ungur og efnilegur Einar Ingi Óskarsson og kylfingur ársins Sigurbjörn Þorgeirsson.

 

Knapi ársins ung og efnileg Marlis Jóna Karlsdóttir og knapi ársins ungur og efnilegur Hörður Ingi Kristjánsson

 

Badmintonstúlka ársins ung og efnileg Amalía Þórarinsdóttir, og badmintonstrákur ársins ungur og efnilegur Hörður Ingi Kristjánsson

 

Skotmaður ársins Rögnvaldur Jónsson

 

Knattspyrnukona ársins í hópnum ung og efnileg Anna Brynja Agnarsdóttir, knattspyrnumaður ársins í ung og efnileg Hrannar Snær Magnússon og knattspyrnumaður ársins Jakob Auðun Sindrason

 

Óskar Þórðarson stjórnaði samkomunni.

 

Glæsilegt veisluborð í boði Fjallabyggðar

 

Um 150 manns mættu á viðburðinn

 

Þórarinn Hannesson formaður UÍF

 

.

 

Skíðamaður ársins, Elsa Guðrún Jónsdóttir

 

Glæsilegur hópur íþróttamanna og kvenna

 

Anna María Björnsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð.
Bjarni Mark Duffield fékk íþróttaviðurkenningu fyrir frábæran árangur í sinni íþróttagrein og afi hans og nafni tók við viðurkenningunni

 

Bjarni Þorgeirsson fyrrum íþróttakempa með húfuna fínu

 

Myndir: Gunnar Smári Helgason