Guðrún Ósk Gestsdóttir rekur líkamsræktarstöðina GG þjálfun á Siglufirði. Stöðin hefur verið vel sótt í vetur og ekki verður starfsemin síðri í sumar eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Í gær á sumardaginn fyrsta var vel mætt á æfingu hjá GG þjálfun, hópurinn fór út í góða veðrið og tók á undi berum himni. Þetta er góð byrjun á sumrinu sagði Guðrún Ósk Gestsdóttir.
Myndir: aðsendar