Fjölmargar minningarathafnir um land allt
í beinni vefútsendingu
1592 hafa látist í umferðinni hér á landi

Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi systkinanna Kristjáns (KK) og Ellenar Kristjáns sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992.

Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum sem eru með lifandi, beina útsendingu, á minningardaginn kl. 14:00 og er FM Trölli þar engin undantekning, því lagið verður flutt kl. 14:00 í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13 – 15.

Sjá einnig eldri frétt

Eftir að Óli H. Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs lauk störfum lagði hann margra ára vinnu í verk sem kallast:

Banaslys í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi, 1915-2014.


Guðmundur Ólafsson lést 9 ára gamall

Fyrsta banaslysið í umferð

Fyrsta banaslysið 25. ágúst 1915

Guðmundur Ólafsson 9 ára, Baldursgötu 1 hljóp úr Veltusundi inn á Austurstræti í Reykjavík og lenti þar á reiðhjóli.

Hann féll með hjólreiðamanninum á götuna, fékk mikið höfuðhögg og lést um kl. 23 um kvöldið.

Fyrsta banaslys af völdum bifreiðar

Fyrsta banaslysið af völdum bifreiðar á Íslandi 29. júní 1919

Gangandi vegfarandi, Ólöf Margrét Helgadóttir, 66 ára frá Skógargerði í N-Múlasýslu, Þingholtsstræti 28 Reykjavík varð fyrir bifreið í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis. Hún hlaut mikil meiðsl þegar framhjól bílsins fóru yfir hana, og lést daginn eftir – 30 júní 1919. Ólöf var því fyrsta fórnarlamb bílavæðingar á Íslandi.

Verkið Banaslys í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi, 1915-2014 má finna í heild sinni hér.