Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita sækir Sauðárkrók heim föstudaginn 12. júní og býður áhugasömum að sækja stutta vinnustofu um þróun viðskiptahugmynda þar sem við vonumst til að sjá sem flesta.

Til sjávar og sveita býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi.

Hraðallinn, sem hefur göngu sína í annað sinn næsta haust, er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutningi o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina.

Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Kynningin fer fram í Farskólanum, Faxatorgi kl. 12:00-14:00.