Í ár verður engin áramótabrenna við Höfða á gamlárskvöld eins og hefðin er, vegna reglna sem gilda um samkomutakmarkanir vegna covid-19.

Björgunarsveitin Húnar verður með flugeldasýningu á hafnarsvæðinu Hvammstanga á gamlárskvöld kl 21:00 í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra. 

Við hvetjum fólk til að njóta sýningarinnar að heiman eða úr fjarlægð í sinni “jólakúlu”.

Sýningunni verður einnig steymt beint á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Húna https://www.facebook.com/bjsvhunar