Á 655 fundi bæjarráðs fjallabyggðar lagt fram erindi Kristjáns L. Möllers, dags. 26.05.2020 er varðar ósk um upplýsingar frá sveitarfélaginu fyrir árin 2018 og 2019 svo og úr fjárhagsáætlun 2020 sundurliðað eftir árum varðandi:

1. Heildarframlag sveitarfélagsins til Golfklúbbs Siglufjarðar annars vegar og hins vegar til Golfklúbbs Ólafsfjarðar.
2. Óskað er eftir svofelldri sundurliðun.
2.1. Heildarframlag til reksturs klúbbanna þessi ár.
2.2. Heildarframlag til uppbyggingar golfvalla /klúbbanna þessi ár.
2.3 Upplýsingar um veitta vinnu t.d. unglingavinnu til klúbbanna svo og tækjaframlag ef eitthvað er.
3. Sömu upplýsingar óskast veittar fyrir skíðafélögin í báðum bæjarhlutunum, svo og reksturs skíðasvæðanna, skála, troðara o. s.frv.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar að svara erindinu.