Útvarps- og tónlistarmaðurinn Brian Callaghan, sem er með þátt á FM Trölla á laugardögum kl. 16:00 – 17:00 var að senda frá sér lag.

Brian flytur lag Van Morrison, Moondance, syngur og leikur á gítar.

Brian hljóðritaði og tók myndbandið, en Gunnar Smári Helgason hljóðblandaði í helli sínum á Kanarí.

Hér er því um að ræða samstarf milli fjarlægra landa.

Brian Callaghan er útvarps- og tónlistarmaður frá Skotlandi. Hann var framlínumaður í hljómsveitinni The Highlanders sem náði vinsældum á sínum tíma og gaf út undir merkjum Virgin/EMI Records.

Þrátt fyrir velgengni á tónlistarsviðinu ákvað hann að yfirgefa tónlistarbransann að mestu, til að láta drauma sína um að verða læknir og útvarpsmaður rætast. Hann hefur hlotið tvenn alþjóðleg verðlaun fyrir brautryðjendastarf í sálfræði.

Sjáið Brian Callaghan flytja Moondance á YouTube:


Sjá eldri frétt á Trölla.is: FM TRÖLLI FÆR LIÐSAUKA FRÁ SKOTLANDI