Eplakaka með marsípani

  • 3 egg
  • 2,5 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 50 gr smjör
  • 1 dl mjólk
  • 3,5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • smá salt
  • 120 gr marsípan

Fylling

  • 2 stór epli
  • 2 msk smjör
  • 2 msk flórsykur
  • 2 tsk kardimommur
  • 1 msk vanillusykur

Hitið ofninn í 175°. Afhýðið eplin og skerið í bita. Steikið bitana í smjöri, flórsykri, vanillusykri og kardimommu þar til þeir fá fallega húð og byrja að mýkjast. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

Hrærið egg, sykur og vanillusykur þar til ljóst og létt. Bræðið smjör og hrærið saman við mjólkina og blandið því við eggjablönduna.  Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og hrærið varlega saman við deigið.  Rífið marsípanið og blandið út í deigið.  Bætið að lokum steiktu eplabitunum í deigið.

Setjið deigið í smurt smelluform og bakið í miðjum ofni í ca 25-30 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Gott er að stinga bökunarprjóni í kökuna, ef hann kemur þurr upp þá er kakan tilbúin.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit