Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.

Námskeið var haldið í Ólafsfirði dagana 8. 9. og 10. janúar sl. og tókst það mjög vel og var vel sótt af íbúum. 

Skíðanámskeið hefst á Siglufirði mánudaginn 29. janúar nk. Kennt verður þrjá daga, 29. 30. og 31. janúar. Mæting er við Hól kl. 18:00 alla dagana.

Skráning fer fram á jongardar79@gmail.com.

Námskeiðið eru endurgjaldslaus fyrir íbúa Fjallabyggðar, 17 ára og eldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.

Mynd: Rósa Jónsdóttir