Samkvæmt nýjustu tölum Vegagerðarinnar mældist engin aukning í umferð um hringveginn í ágúst, sem er afar fátítt sérstaklega yfir sumarmánuði. Umferðin reyndist 0,01% minni en í sama mánuði árið áður.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að helsta ástæða þessa litla samdráttar er samdráttur um mælisnið á og við höfuðborgarsvæðið.

Einnig segir að nú þegar þrír umferðarmestu mánuðir ársins séu liðnir, megi ekki búast við mikilli aukningu í umferð á árinu 2025. Jafnvel sé hugsanlegt að samdráttur verði. Áætlanir gera þó ráð fyrir að aukningin í ár verði um 0,5%.

Mynd/ Vegagerðin