Varúð netsvindl !
Lögreglunni hafa borist þó nokkrar tilkynningar um netsvindl í gegnum facebook-messenger undanfarið.
Þeir vilja vara fólk við þessu en þarna er verið að reyna að hafa persónuupplýsingar af fólki.
Aðferðafræðin er þannig að fólk fær skilaboð á facebook-messenger frá aðila sem lítur út fyrir að vera facebook-vinur, viðkomandi en oftast er um gervireikning að ræða.
Sendandinn (svindlarinn) biður um símanúmer viðkomandi. Ef símanúmerið er sent þá er óskað eftir því að viðkomandi taki þátt í “sms-leik” og sendi tölustafarunu, sem viðkomandi fær því næst í sms-skilaboðum, til sendandans (svindlarans).
Eftir það er beðið um myndir af greiðslukortum o.s.frv.
Lögreglan vill benda fólki á að taka ekki þátt í þessu. Hægt er að staðreyna beiðnina um símanúmer með símtali til sendandans.
Förum varlega í öllum okkar samskiptum á internetinu og gefum ekki upp persónuupplýsingar segir Lögreglan.
Mynd/samansett