Vetrarfærð í éljum á heiðum norðantil í dag, t.d. á Vatnsskarði, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði.

Víða hríð með takmörkuðu skyggni á fjallvegum um norðanvert landið í kvöld, t.d. eftir kl 17 á Holtavörðu- og Steingrímsfjarðarheiði segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan 10-18 m/s í dag og 15-23 norðvestantil undir kvöld. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum á norðanverðu landinu og bætir í úrkomu seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt veður sunnanlands og hiti 6 til 12 stig yfir daginn, en dálítil væta þar í kvöld.

Norðan 8-13 á morgun. Bjartviðri á sunnanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig. Dálítil rigning eða slydda norðantil og bætir í úrkomu um kvöldið, hiti 2 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Minnkandi norðanátt og úrkoma, 5-10 m/s eftir hádegi og lítilsháttar væta norðantil á landinu, en bjart með köflum syðra. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað en úrkomulítið norðanlands og hiti 3 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan heiða og hiti 10 til 15 stig að deginum.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og víða bjart norðan- og austantil, en fer að rigna suðvestanlands um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Suðaustanátt og rigning, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.