Beiðni Ísfélags hf. um afslátt af aflagjöldum skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrár hafnarsjóðs var lagt fram á 820. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála var falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja fram tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Hvað varðar beiðni fyrirtækisins um festargjald þá er ekki heimild í núverandi gjaldskrá um aflagjöld að veita afslátt vegna þess og er því miður ekki hægt að verða við þeirri beiðni. Bæjarráð telur eðlilegt að mannaflaþörf í útköllum sé haldið í lágmarki og miðist við þörf hverju sinni.