Spurt var:
Ég fór í fyrirtæki á Siglufirði og sá að allir reykja þar inni á kaffistofunni! Er það virkilega leyfilegt hjá xxxxx að reykt sé þar inni á kaffistofum fyrirtækisins. Þvílík ógeðsleg stybba sem var þarna inni, og svo er verið að vinna xxxxx þarna líka.

Svar:
Eftir þeim upplýsingum sem Trölli.is hefur aflað sér hjá Sigurjóni Þórðarsyni heilbrigðisfulltrúa, er fyrirtækjum heimilt að leyfa reykingar í afmörkuðu rými á vinnustöðum.
Um leið og reykur berst í almannarými þar sem viðskiptavinir verða fyrir óþægindum eða á vinnslusvæði matvæla, þá er verið að fara á svig við lög.
Sjá: Lög um tóbaksvarnir 

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og lesandi
Mynd: af vef