Hljómsveitin Hr. Eydís er iðin við kolann eins og sagt er.

Um miðjan mars köstuðu þeir félagar af sér leðrinu og gerðust aðeins viðkvæmari með því að flytja lagið:
Mad World með Tears for Fears. Lagið kom út árið 1982 og var þeirra fyrsta lag sem sló í gegn, fór hæst í 3. sæti breska vinsældalistans og bar hróður þeirra félaga út fyrir heimahagana.

Lengi höfðu þeir félagar í Tears for Fears ekki trú á laginu og lögðu til að það yrði B-hliðin á annarri smáskífu, en útgefandinn var á öðru máli. Sem betur fer því lagið er gott og hitti fólk í hjartastað. 

Já það hitti beint í hjartastað því lagið er dimmt, drungalegt og tilfinningaríkt. Það hafa líka margir stórir listamenn tekið það upp á arma sína og gert ábreiðu af laginu. Lagið varð líka vinsælt á TikTok fyrir nokkrum árum og eignaðist þar nýja aðdáendur.

„Ætli megi ekki segja að þetta lag eigi vel við í dag? Heimurinn er orðinn frekar brjálæðislegur, en hefur líklegast alltaf verið það…..“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís hugsi í bragði.

Hlekkur á nýjasta 80´s lagið: https://youtu.be/m1PMqlj48XU

Rás hljómsveitarinnar á Youtube: https://www.youtube.com/@eydisband

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)

TikTok: eydisband