Rétt fyrir kl. 13 í dag barst tilkynning um Neyðarlínu vegna erlends ferðamanns sem hafði fallið í Vestari Jökulsá. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.

Tilraunir á vettvangi til endurlífgunar báru ekki árangur og var viðkomandi úrskurðaður látinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.