Eyþór Alexander & Flammeus sendu á dögunum frá sér lagið Right by my side sem þeir sömdu í sameiningu og er í spilun á FM Trölla.
Mikil vinna var lögð í útsetningu á laginu til að ná fram þessum geggjaða old school funk fíling.
Lagið fjallar um mann sem er að leita að sálufélaga sínum og er tilbúinn að gefa henni allt sem hún óskar sér ef hún lætur sjá sig.
Nafn lags: Right By My Side
Flytjandi: Eyþór Alexander & Flammeus
Lag: Eyþór Alexander Hallsson
Texti: Tumi Hrannar Pálmason
Aðsent