Eyþór segir:

Lagið heitir Drottningin og var samið, tekið upp og mixað af mér.

Textann samdi Ólafur Sveinn Traustason og sönginn tók hún Jónína Björt Gunnarsdóttir.

Ég byrjaði að semja lagið fyrir frekar löngu síðan og lagði það svo frá mér. Það var ekki fyrr en ég rakst óvænt á hana Evu Líney, sem ég ákvað að klára lagið og taka það upp. Hún sagðist spila á selló og þá byrjaði ég að leita í tölvunni minni, hvort ég ætti ekki eitthvað lag sem myndi henta fyrir strengi. Síðan reddaði hún 3 hljóðfæraleikurum í viðbót og úr varð strengjakvartett sem skipaði hana, Sóleyju, Júlíönu og Katrínu.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef útsett fyrir strengjakvartett og það var bara mjög skemmtileg áskorun. Mér finnst útkoman bara hafa komið vel út þó að sjálfsagt sé margt sem mætti bæta.

Síðan fékk ég góða vini mína til að spila undir með mér, en það voru þeir Tumi Hrannar á bassa og Hafsteinn á Trommur. Sjálfur spilaði ég á píanó og tók trompet, orgel og fleira á hljómborðið.

Þegar lagið var tilbúið, var bara eitt sem átti eftir að gera og það var að finna kápulist (cover art). Textinn fjallar um á eða læk sem ferðast í gegnum náttúruna og þær leiðir sem ár fara og mynda t,d fossa. Mér varð hugsað til afa míns og fékk hjá honum mynd sem hann hafði teiknað af á og síðan skrifaði pabbi minn textann.

Nú er orðið meira en ár síðan ég gaf út fyrsta lagið mitt, en fylgist vel með því ég ætla að gera mitt besta að láta líða styttri tíma til næstu útgáfu.”

Lagið er í spilun á FM Trölla.

Drottningin á Spotify