Þann 1. desember 2024 voru samkvæmt Þjóðskrá 2.005 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð.
Þann 1. des. 2023 voru íbúar Fjallabyggðar 2.010 og hefur þeim því fækkað um fimm manns á milli ára eða 0,2%.
Þann fyrsta júní 2024 voru 2.022 íbúar í Fjallabyggð.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.548 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. desember 2024 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 781 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 183 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.022 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 516 íbúa.
Fjölgar hlutfallslega mest í Skorradalshreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 33,9% en íbúum þar fjölgaði um 20 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Vesturbyggð eða 20,4% en sveitarfélagið sameinaðist Tálknafjarðarhreppi. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 6 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 56 sveitarfélögum.
Landshlutar
Íbúum Suðurlands fjölgar mest, eða um 3,8% svo íbúum Vesturlands, eða um 2,4% miðað við 1. des. sl. Íbúum Suðurnesja fækkar um 2,7% á tímabilinu eða um 881 íbúa.
Grindavík
Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 2.312 á tímabilinu eða um 62,2%.
Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2023.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.