Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði fékk það verkefni 3. desember síðastliðinn að aðstoða hestastóð til byggða sem komst hvergi vegna fannfergis. Lagt var á stað kl. 10.00 um morguninn inn í sveit og komið með stóðið til byggða um kl. 16.00 síðdegis.

Notaðir voru snjósleðar til að komast að hrossunum og sóttist ferðin vel. Hestarnir voru frekar þrekaðir þegar komið var með þá í hús enda gátu þeir litla björg sér veitt í þessum jarðbönnum.

 

Hér eru nokkrar myndir og myndband sem Guðmundur Ingi Bjarnason einn leiðangursmanna tók í ferðinni.

 

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.