Opnunartími sundlauga í Skagafirði tekur breytingum í dag mánudaginn, 29. ágúst, þegar vetraropnun tekur gildi í laugum á Sauðárkróki og í Varmahlíð en á Hofsósi mun gilda sérstök opnun frá 29. ágúst – 25. september. Frá og með 26. september tekur svo við vetraropnun á Hofsósi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðunni undir opnunartíma íþróttamannvirkja á slóðinni: Opnunartími sundlauga | Sveitarfélagið Skagafjörður (skagafjordur.is)