Prýðileg mæting var á námskeiði í Viðburðastjórnun, sem SSNV stóð fyrir á Blönduósi í nýlega.

Tutttugu og sex þátttakendur nutu þar leiðsagnar Eyglóar Rúnarsdóttur (aðjúnkt við HÍ) og hlýddu að auki á áhugaverð innslög úr reynslubanka Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur (1918-Fullveldisafmælið), Halldórs Óla Kjartanssonar (Markaðsstofu Norðurlands) og Gretu Clough (Handbendi/Eld í Húnaþingi) , sem þau deildu með námskeiðsfólki í gegnum netið.

Viðburðaflóran á Norðurlandi vestra er fjölbreytt og gott að vita af góðu fólki þar í forsvari, sem er tilbúið að bæta í verkfærakistuna sína.

Námskeiðið er hluti af áhersluverkefnum sóknaráætlunar 2018/2019.

Af vef SSNV