Ekki verður kveikt í brennu á gamlaárskvöld á Hvammstanga vegna samkomutakmarkana en Björgunarsveitin Húnar verður með sína árlegu flugeldasýningu á Hvammstanga á gamlárskvöld kl 21:00.

Sýningin er í boði einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu.

Skotið verður upp af norðurgarði Hvammstangahafnar og er mælst til að áhorfendur hópist ekki saman niður við höfn vegna veirufaraldursins heldur haldi sig með sínu fólki vítt og breytt um svæðið. Hægt er að taka göngutúr og finna góðan stað til að horfa, en margir góðir og flottir áhorfendastaðir eru út um allan bæ.