Margir vegir eru á óvissustigi í dag og geta því lokað með stuttum fyrirvara.
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum. Sjá færð á vefsíðu Vegagerðarinnar.
- Vatnsskarð
Óvissustig verður á veginum frá kl. 14:00 í dag 5. febrúar til kl. 17:00 á morgun 6. febrúar og getur því lokað með stuttum fyrirvara. - Þverárfjall
Óvissustig verður á veginum frá kl. 14:00 í dag 5. febrúar til kl. 17:00 á morgun 6. febrúar og getur því lokað með stuttum fyrirvara. - Siglufjarðarvegur
Óvissustig verður á veginum frá kl. 16:00 í dag 5. febrúar til kl. 17:00 á morgun 6. febrúar og getur því lokað með stuttum fyrirvara. - Ólafsfjarðarmúli
Óvissustig verður á veginum frá kl. 15:00 í dag og getur því lokað með stuttum fyrirvara.
Mjög djúp lægð er nú að ganga inn á landið með miklu hvassviðri. Búast má við afar sterkum vindhviðum víða segir á facebooksíðu Landsbjargar.
Veðrið færir okkur hríð til að byrja með en það hlýnar hratt og versna þá aksturskilyrði hratt þegar snjóþekja á vegum blotnar og í kjölfarið má búast við mikilli hálku. Í raun má segja að ekkert ferðaveður verði á stærstum hluta landsins.
Við hvetjum landsmenn til að huga vel að nærumhverfi sínu, er eitthvað sem þarf að festa niður, koma í skjól eða gera aðrar þær ráðstafanir til að koma í veg fyrir foktjón.
Við megum ekki gleyma erlendum gestum okkar, þið sem eruð í snertingu við þá, bendið þeim endilega á hvað í vændum er og að á www.safetravel.is er að finna hagnýtar upplýsingar. Þær eru fyrir alla ferðamenn, innlenda jafnt þá erlendu.
Förum varlega en ekki hika við að kalla eftir aðstoð ef þú telur þig þurfa hana. Allar beiðnir um aðstoð fara í gegnum 112.