Framundan eru föstudagsfár og mánudagsmæða, sem hafa verið trommaðir upp sem helsti kaupgleðileikur ársins og fólk hvatt til að versla eins og engin sé morgundagurinn.

Í kringum þessa kaupgleðidaga berast Neytendasamtökunum jafnan ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdragandanum til þess eins að lækka það aftur í svokölluðum tilboðum. Samtökin hvetja því til varkárni og að fólk taki myndir eða skjáskot af vöruverði nú og sannreyna að um raunverulegan afslátt sé að ræða þegar afsláttartilboð eru birt. Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir vera venjulegt verð. Sé ekki um raunverulegan afslátt að ræða, eða sé afslátturinn minni en efni standa til, hvetja samtökin neytendur til að tilkynna þau til Neytendastofu hér, en Neytendastofa hefur eftirlit með viðskiptaháttum verslana.

Líklega er stærri hluti verslunar en áður rafrænn og því er ástæða til að benda sérstaklega á réttindi og skyldur sem gilda um kaup á netinu.

Skoða á vef Neytendasamtakanna.