Þeir Bjarni Árnason, Gunnlaugur Vigfússon, Þorgeir Bjarnason og Valur Bjarnason hafa staðið vaktina í dósamóttökunni á Siglufirði um áratugaskeið. Þar hafa þeir unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og áður fyrir Knattspyrnufélag Siglufjarðar með því að taka á móti flöskum og dósum.

Með þessari vinnu hafa þeir fært KF fjölmargar veglegar gjafir, allt frá vatnsbrúsum til rútu.

Á dögunum mættu þeir ásamt Árna Heiðari Bjarnasyni á knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði og færðu yngstu iðkendunum glaðning sem innihélt flísfóðraðan jakka, húfu og brúsa.

Söfnuðu fyrir rútu – með dósum
Gáfu K.F. búninga og töskur að verðmæti 5 milljónir króna

Myndir/KF