Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Botn:

  • 20 súkkulaðikexkökur, t.d. Maryland
  • 2 msk kakó
  • 25 g brætt smjör

Bismarkkrem

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós marshmalowkrem (fæst t.d. í Hagkaup, sjá mynd)
  • Nokkrir dropar af piparmintudropum
  • nokkrir dropar af rauðum matarlit
  • 1 dl bismarkbrjóstyskur + nokkrir til skrauts

Súkkulaðisósa:

  • 125 g dökkt súkkulaði
  • 75 g smjör
  • ½ dl sykur
  • ½ dl sýróp
  • ½ dl vatn
  • smá salt

Setjið kex, kakó og brætt smjör í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið blöndunni í smelluform með lausum botni (það getur verið gott að klæða það fyrst með smjörpappír) og setjið í frysti.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Þeytið rjómann og blandið marshmallowkreminu varlega saman við. Passið að hræra marshmallowkreminu ekki of vel saman við rjómann, það á að vera í litlum klessum í rjómanum. Hrærið nokkrum dropum af piparmintudropum saman við (smakkið til, mér þykir passlegt að nota ca 1 tsk.).  Setjið um þriðjung af kreminu í aðra skál og leggið til hliðar.

Myljið bismarkbrjóstsykurinn í mortéli og blandið honum saman við stærri hluta kremsins. Takið kökubotninn úr frystinum og breiðið kreminu með bismarkbrjóstsykrinum yfir hann.  Hrærið nokkrum dropum af rauðum matarlit saman við kremið sem var lagt til hliðar og breiðið það yfir hvíta bismarkkremið. Notið hníf til að mynda óreglulega áferð í kremið.

Frystið kökuna í að minnsta kosti 5 klukkutíma. Takið hana úr frystinum 10-15 mínútum áður en það á að bera hana fram. Skreytið með bismarkbrjóstsykri.

Setjið öll hráefnin í súkkulaðisósuna í pott. Látið suðuna koma upp við vægan hita og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og glansandi.

Berið sósuna fram heita eða kalda með kökunni.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit