Við sögðum frá því í vor að Siglfirðingur sem keypti lottómiða á Siglufirði vann tæpar 40 milljónir.

Andri Hrannar Einarsson keypti keypti lottómiða í Olís á Siglufirði 12. apríl og vann um 40 milljónir þann 13. apríl, en 1. apríl fagnaði hann stórafmæli.

Sjá fyrri fréttir á trolli.is:

Keypti vinningsmiða hjá Olís á Siglufirði og hlaut 39.383.410

Siglfirðingur vann tæpar 40 milljónir í Lottó

Siglfirski lottó vinningshafinn í viðtali í Tíu dropum á FM Trölla

“Ég fokking vann 40 milljónir”

Andri hefur frá því hann var ungur maður glímt við afleiðingar erfiðra veikinda af völdum æxlis við mænu, og þar af leiðandi ekki getað stundað vinnu svo neinu nemi.

Loksins í sinni eigin íbúð

Það urðu því mikil þáttaskil í lífi hans að eiga allt í einu svo mikla peninga.

Fljótlega tók hann þá ákvörðun að kaupa sér íbúð á Kanaríeyjum, þar sem hann hefur dvalið oft áður og líkað vel, enda loftslagið á Kanaríeyjum þekkt fyrir að henta vel fólki sem glímir við gigt eða önnur stoðkerfisvandamál.

Það er sundlaug og ýmis þjónusta í garðinum Andra Hrannars

Það var svo síðastliðinn föstudag að langþráður draumur Andra Hrannars rættist, þegar hann fékk afhenta íbúðina sína, sem er hin huggulegasta, við sundlaugarbakkann í vinsælu hverfi nálægt ensku ströndinni, þar sem allt iðar af lífi.

Birgitta Ósk Pétursdóttir á og rekur fasteignasölu á Kanaríeyjum, sem nefnist The Nordic Way. Nafnið (Norræna leiðin) höfðar til þess að Birgitta sér til þess að viðskipti sem þessi og margt fleira sem hún aðstoðar Íslendinga við á Kanarí, gerist á þeim hraða sem við Norðurlandabúar eigum að venjast, en mörgum þykir kerfið á Spáni hægfara og þungt í vöfum. Einnig er Birgitta með facebooksíðu: Birgitta Fasteignasali á Kanaríeyjum

Inngangurinn í KOKA þar sem Andri býr

Það er ánægjulegt þegar svo stór Lottóvinningur fer til fólks sem virkilega þarf á peningum að halda og nýtir þá jafn vel og Andri gerir.

Birgitta Ósk Pétursdóttir fasteignasali hafði milligöngu um íbúðarkaupin

 

Ljónheppin Andri