Þann 13. apríl síðastliðinn var stálheppinn Siglfirðingur með allar fimm lottótölur kvöldsins réttar og hlaut 39.383.410 krónur í 1. vinning. Miðinn var keyptur hjá Olís, Siglufirði.

Það má í raun segja að tilviljun réði því að miðinn var keyptur, maðurinn sem var svangur á ferðinni kom við hjá Olís til að fá sér að borða þegar hann sér á skjánum hjá Lottókassanum að potturinn stefndi í 40 milljónir og ákveður hann þá að grípa miða með og sér hann svo sannarlega ekki eftir því.

Vinningshafinn hefur ekki viljað láta nafns sín getið fyrr en nú þar sem hann kemur fram í einkaviðtali í Tíu dropum á FM Trölla.

Viðtalið verður á FM Trölla sunnudaginn 19. maí í þættinum Tíu dropum sem er í umsjón þeirra hjóna Kristínar Sigurjónsdóttur og Gunnars Smára Helgasonar. Þátturinn er á dagskrá alla sunnudaga á milli 13:00 og 15:00.

 

Sjá fréttir:

Keypti vinningsmiða hjá Olís á Siglufirði og hlaut 39.383.410

Siglfirðingur vann tæpar fjörtíu milljónir í Lottó