Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á hádegi sunnudaginn 22. mars.

Spáð er sunnan hvassviðri eða stormi með slyddu og síðar rigningu. Líkur eru á talsverðri rigningu SV-til seinnipartinn.

Lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Nánar á vefnum: https://www.vedur.is/vidvaranir