Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var fjórði í útgöngubanni hjá okkur hellisbúum.

Fjórði dagurinn í þessari algjöru einangrun hjá okkur hjónum gekk þokkalega.

Eftir svefnlitla nótt vegna geltandi og spangólandi villihunda var svolítil þreyta í hellisfrúnni en Gunnar svaf þetta af sér eins og steinn.

Vistirnar eru að verða af skornum skammti svo nú verður annað okkar að fara bráðlega til byggða til að versla inn. Sennilega fer Gunnar í það ferðalag en með mig á facetime.

Það má auðvitað búast við að við getum átt daufa daga eins og ástandið er. Má segja það að dagurinn hafi verið akkúrat þannig eins og sést í myndbandinu.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: Hér


Til að gerast áskrifandi að þessum myndböndum á YouTube til að fylgjast með okkur, þarf fyrst að skoða myndbandið á YouTube með því að smella á – YouTube takkann.
Þegar þangað er komið má finna umræddan SUBSCRIBE takka þar, eldrauðan.