Nú mæðir mikið á sveitastjóra Húnaþings vestra, Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur.

Eins og fram hefur komið í fréttum er um 20% íbúa Húnaþings vestra í sóttkví.

Þegar stór vinnustaður eins og grunnskólinn fer í sóttkví hefur það mikil áhrif í litlu samfélagi.

Foreldrar með ung börn þurfa að vera heima, aðrir mega ekki fara að heiman vegna sóttkvíar. Áhrifanna gætir því víða.

Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á N4 tók viðtal við Ragnheiði Jónu í dag í upplýsingaþætti N4 um afleiðingar COVID-19 á samfélagið.

Þar segir sveitarsjórinn meðal annars „Samstaðan hérna er mjög rík. Allir taka þátt í þessu af heilum hug“

Forsíðumynd: sjáskot úr myndbandi