Rokkboltinn er á dagskrá FM Trölla í dag, laugardaginn 9. mars.

Stjórnandi þáttarins er Andri Hrannar sem sendir út beint frá stúdioi 2 á Gran Canaria og er þátturinn einnig í mynd á Twitch.

Andri fylgist með því sem hæst ber í fótboltanum, spilar uppáhalds rokklögin sín og upplýsir hlustendur um fótbolta.

Hlustið á Rokkboltann á FM Trölla, á laugardögum kl. 15 til 17:30.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.