Í dag kl. 14 hefst sýningin Paysages islandais//Íslenslt landslag á Kaffi Klöru Ólafsfirði

Á sýningunni eru olíu og pastel verk – Anna Kristín Semey (Ísland) og vatnslita verk eftir Anítu Hunor (Ungverjaland).

Sýningin felur í sér mismunandi landslag með mismunandi sjónarhornum á Íslandi.

Anna Kristín
Pastel skissurnar og olíu málverkið er eigin upplifun á vatni og þyngdarafli, og landslaginu handan fyrir fjörðinn (Eyjafjörður)

Anita Hunor
Verkin fá innblástur frá fegurð íslensku náttúrunnar, sérstaklega á Ólafsfirði og Suð-Austur Íslandi. Í sumum verkum hennar er að finna rauð-brúnan lit sem hún gerir sjálf úr jarðvegi frá Hverarönd (Námafjall).

 

Sjá frekar um viðburðinn: Hér

 

Texti og mynd: aðsent