Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð að gjöf, málverk eftir listmálarann Sigurjón Jóhannsson. Myndina málaði Sigurjón árið 1988 og er hún af dreng að “spranga” í Siglufjarðarhöfn.
Verkið verður skráð í Listaverkasafn Fjallabyggðar og aðgengilegt til sýnis á vef safnsins.
Baldvin og Margrét flytja nú frá Siglufirði til Reykjavíkur.
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi veittu gjöfinni viðtöku.
Var þeim hjónum þakkað innilega fyrir höfðinglega gjöf.
Mynd/Fjallabyggð